Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 09. október 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveimur leikjum frestað hjá Aston Villa vegna smits
Mynd: Getty Images
Næstu tveimur leikjum kvennaliðs Aston Villa hefur verið frestað eftir að leikmaður liðsins greindist með Covid-19.

Leikur sem átti að vera gegn Bristol City á sunnudag hefur verið frestað, sem og leik gegn meisturunum í Chelsea 17. október.

Nokkrir aðilar í hóp Aston Villa þurfa að fara í einangrun eftir að smitið kom upp.

Aston Villa eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni en þær hafa ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni og hafa tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa.

Liðið vann 1-0 bikarsigur gegn Sheffield United síðasta miðvikudag, en búist er við því að Sheffield United muni spila næstu leiki sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner