Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Auba um Arteta: Getur ekki höndlað stóra persónuleika

Pierre-Emerick Aubameyang tjáði sig um Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, á neikvæðan hátt í myndbandi sem er vinsælt á veraldarvefnum.


Aubameyang situr í því sem virðist vera hótelherbergi og virðist ekki vera meðvitaður um að verið sé að taka hann upp.

„Hann getur ekki höndlað stóra persónuleika. Hann þarf að hafa unga leikmenn í hópnum, þeir segja ekki neitt, þeir hlusta bara," segir Aubameyang í myndbandinu.

Arteta tók fyrirliðabandið af Aubameyang þegar þeir voru saman hjá Arsenal og leyfði félagið honum svo að fara til Barcelona á frjálsri sölu. Arteta var ekki ánægður með hegðun Aubameyang sem hann taldi ekki vera til fyrirmyndar.

Aubameyang gerði góða hluti hjá Barcelona í vor og var svo keyptur til Chelsea í sumar þar sem hann fékk tveggja ára samning.

Arsenal hefur gengið vel eftir brottför Aubameyang og er í toppbaráttu á upphafi enska deildartímabilsins. Liðið mætir Liverpool í stórleik í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner