Úrslitaleikir Íslandsmótsins í 2. flokki fara fram í dag, en það eru enn þrjú félög sem geta orðið Íslandsmeistari fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins sem hefjast samtímis klukkan 17:00.
KA vermir toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og nægir jafntefli gegn Stjörnunni til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Stjarnan er þremur stigum á eftir KA, en með betri markatölu, og getur því tekið toppsætið af Akureyringum með sigri á Greifavelli.
Það má þó ekki gleyma að telja FH með inn í myndina, þar sem Hafnfirðingar geta einnig tryggt sér titilinn í dag verandi einu stigi fyrir ofan Stjörnuna.
Til að tryggja sér titilinn þufa FH-ingar því að treysta á sigur hjá Stjörnunni gegn KA, til að geta sjálfir tekið toppsætið af KA með sigri gegn Breiðabliki.
Efsta deild
1. KA - 8 leikir 18 stig +8
2. KR - 9 leikir 17 stig
3. Víkingur R. - 9 leikir 17 stig
4. FH - 8 leikir 16 stig +2
5. Stjarnan - 8 leikir 15 stig +11
6. ÍA - 9 leikir 11 stig
7. Selfoss - 9 leikir 10 stig
8. Breiðablik1 - 8 leikir 10 stig
9. HK - 9 leikir 9 stig
10. Breiðablik2 - 9 leikir 1 stig
Athugasemdir