Það er nóg um að vera í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld þar sem átta leikir eru á dagskrá.
Þar á meðal má finna tvo sérstaklega spennandi slagi, þegar Tékkland fær Króatíu í heimsókn annars vegar og Skotland tekur á móti Grikklandi hins vegar.
Tékkar og Króatar mæta til leiks með sterk byrjunarlið þar sem varnarlína heimamanna lítur vel út en gæti lent í talsverðum erfiðleikum gegn gæðamikilli sóknarlínu gestanna.
Margir sterkir leikmenn eru á varamannabekkjunum, þar sem Tékkar eiga Adam Karabec, byrjunarliðsmann hjá Lyon, inni ásamt David Jurasek og Vaclav Cerny sem leika báðir með Besiktas og Matej Vydra sem afgreiddi Malmö í Evrópudeildinni fyrir viku síðan.
Hjá Króötum má meðal annars finna Mateo Kovacic, miðjumann Manchester City, og Luka Vuskovic efnilegan miðvörð Tottenham sem leikur á láni hjá Hamburger í þýsku deildinni.
Scott McTominay er í byrjunarliði Skotlands en Billy Gilmour, liðsfélagi hans hjá Ítalíumeisturum Napoli, byrjar á bekknum. Lewis Ferguson og Che Adams úr ítalska boltanum eru einnig í liðinu hjá Skotum en stærstu nöfnin koma úr ensku úrvalsdeildinni.
Aaron Hickey, Andy Robertson, John McGinn, Ben Doak og Ryan Christie eru allir í byrjunarliðinu ásamt fleiri úrvalsdeildarleikmönnum.
Í byrjunarliði Grikkja má finna nafnana og varnarmennina Konstantinos Mavropanos, Tsimikas og Koulierakis sem leika fyrir West Ham, Roma og Wolfsburg, ásamt framherjanum Vangelis Pavlidis sem er byrjunarliðsmaður hjá Benfica.
Anastasios Douvikas, sem er með yfirhöndina í beinni byrjunarliðsbaráttu við Álvaro Morata hjá Como, byrjar á bekknum.
Holland, Danmörk, Austurríki, Færeyjar og Bosnía eru meðal þjóða sem mæta einnig til leiks í kvöld og má sjá byrjunarliðin hér fyrir neðan.
Hollendingar eru með sérstaklega öflugt byrjunarlið og rosalega breiðan varamannabekk.
Danir eru einnig með sterkt lið þar sem Victor Froholdt, 19 ára miðjumaður Porto, er meðal byrjunarliðsmanna. Christian Eriksen, Mika Biereth og Christian Nörgaard eru meðal varamanna.
Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings R., er á sínum stað í byrjunarliði Færeyinga.
Tékkland: Kovar, Coufal, Vitik, Krejci, Zeleny, Cerv, Souzek, Provod, Sulk, Kusej, Chory
Króatía: Livakovic, Jakic, Sutalo, Caleta-Car, Gvardiol, Modric, Sucic, Pasalic, Perisic, Kramaric, Budimir
Skotland: Gunn, Hickey, Souttar, Hanley, Robertson, McTominay, Ferguson, McGinn, Doak, Christie, Adams
Grikkland: Tzolakis, Vagiannidis, Mavropanos, Koulierakis, Tsimikas, Kourbelis, Zafeiris, Masouras, Bakasetas, Tzolis, Pavlidis
Holland: Verbruggen, Dumfries, J.Timber, Van Dijk, Van de Ven, Gravenberch, De Jong, Reijnders, Frimpong, Gakpo, Weghorst
Varamenn: Roefs, Flekken, Ake, De Vrij, Hartman, Van Hecke, Schouten, Koopmeiners, Memphis, J.Kluivert, Malen, Simons
Danmörk: Schmeichel, Christensen, Andersen, Vestergaard, Höjbjerg, Hjulmand, Isaksen, Dorgu, Froholdt, Damsgaard, Höjlund
Varamenn: Hermansen, Jörgensen, Mæhle, Roerslev, Wind, Nörgaard, O'Riley, Högsberg, Gaaei, Eriksen, Dreyer, Biereth
Austurríki: Pentz, Posch, Danso, Alaba, Prass, Laimer, Seiwald, Schmid, Sabitzer, Gregoritsch, Arnautovic
Færeyjar: Lamhauge, Faero, Vatnhamar, Edmundsson, Danielsen, Andreasen, Hendriksson, Agnarsson, Frederiksberg, Sörensen, Olsen
Bosnía: Vasilj, Memic, Mujakic, Katic, Muharemovic, Sunjic, Gigovic, Tahirovic, Dedic, Alajbegovic, Dzeko
Athugasemdir