Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus horfir til mannsins sem keypti Mikael Egil
Mynd: EPA
Fabrizio Romano er meðal fréttamanna sem greina frá miklum áhuga Juventus á Marco Ottolini í starf yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.

Staðan hefur verið laus síðan Cristiano Giuntoli var rekinn í júní, en Ottolini hefur undanfarin ár sinnt sama hlutverki hjá Genoa.

Hann hefur haft yfirumsjón yfir kaupum félagsins á mörgum leikmönnum undanfarin þrjú ár, meðal annars kaupum á Mikael Agli Ellertssyni úr röðum Venezia. Mikael virðist strax vera búinn að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá Genoa þar sem hann er búinn að vera í byrjunarliðinu síðustu fimm deildarleiki í röð.

Damien Comolli, stjórnandi hjá Juventus, sinnir hlutverki yfirmanns fótboltamála þar til nýr maður er ráðinn.
Athugasemdir
banner
banner