Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 14:40
Elvar Geir Magnússon
Nítján landslið hafa tryggt HM farseðilinn
Hinn goðsagnakenndi HM bikar.
Hinn goðsagnakenndi HM bikar.
Mynd: EPA
Salah verður á HM.
Salah verður á HM.
Mynd: EPA
Egyptaland varð í gær nítjánda landsliðið sem tryggir sér farseðilinn á HM 2026 og að minnsta kosti átta af 48 sætum ráðast í þessari viku.

Mohamed Salah skoraði tvívegis þegar Egyptaland vann Djíbútí 3-0 í gær og innsiglaði þar með þátttöku á sínu fjórða heimsmeistaramóti.

Ef England vinnur Lettland næsta þriðjudag gæti enska liðið tryggt sæti á HM með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum.

HM verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og gestgjafarnir fá sjálfkrafa þátttökurétt.

Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa tryggt sér sæti úr Asíuhluta undankeppninnar. Jórdanar og Úsbekar taka þátt í HM í fyrsta sinn.

Nýja-Sjáland hefur tryggt sér eina beina sætið frá Eyjaálfu og þrjár Afríkuþjóðir eru komnar á HM; Túnis og Marokkó auk Egyptalands.

Argentína, Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbíu eru Suður-Ameríkuþjóðirnar sem hafa tryggt sæti sitt.

Gestgjafarnir: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin.

Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Suður-Kórea, Úsbekistan.

Eyjaálfa: Nýja-Sjáland.

Suður-Ameríka: Argentína, Brasíla, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ, Kólumbía.

Afríka: Marokkó, Túnis, Egyptaland.
Athugasemdir
banner