Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir æfingasvæði Palmeiras vera betra en hjá Man Utd
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Andreas Pereira, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur gagnrýnt æfingasvæði félagsins.

Pereira gekk til liðs við Man Utd ungur að aldri árið 2011 en yfirgaf liðið síðan ellefu árum síðar. Hann var hjá Fulham áður en hann gekk til liðs við Palmeiras í heimalandinu í sumar.

„Miðað við margt þarna úti er svæðið hérna í heimsklassa. Fá félög eru með það sem Palmeiras hefur. Ég hef verið hjá nokkrum stórum félögum í Evrópu og ég get sagt að Palmeiras er með það besta, betra en hjá Man Utd," sagði Pereira.

Þessi 29 ára gamli leikmaður spilaði 75 leiki fyrir Man Utd á sínum tíma og var hluti af liðinu sem van enska bikarinn árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner