Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Finnar komu til baka gegn Litháum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Finnland 2 - 1 Litháen
0-1 Pijus Sirvys ('25 )
1-1 Benjamin Kallman ('48 )
2-1 Adam Markhiev ('55 )

Fyrsta leik dagsins er lokið í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM á næsta ári, þar sem Finnland tók á móti Litháen í Eystrasaltsslag.

Litháar tóku forystuna í fyrri hálfleik og leiddu óvænt í hálfleik. Finnar voru lélegir og fóru gestirnir verðskuldað inn í leikhlé með forystuna. Pijus Sirvys, leikmaður Maribor í Slóveníu, skoraði markið.

Jacob Friis landsliðsþjálfari Finna hefur lesið leikmönnum pistilinn því þeir mættu grimmir til leiks út í síðari hálfleik og voru fljótir að snúa stöðunni við.

Benjamin Kallman minnkaði muninn á 48. mínútu og jafnaði Adam Markhiev metin sjö mínútum síðar, eftir undirbúning frá Oliver Antman.

Báðir markaskorarar Finna leika í næstefstu deild í Þýskalandi á meðan Antman er nýlega genginn til liðs við skoska stórveldið Rangers.

Leikurinn róaðist umtalsvert niður eftir að Finnar tóku forystuna og fengu bæði lið hálffæri það sem eftir lifði leiks, en lokatölur urðu 2-1.

Finnar fara upp í 10 stig með þessum sigri og eru í harðri baráttu við Pólland um annað sæti riðilsins. Liðin eru jöfn á stigum en Pólverjar eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner