Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
banner
   fim 09. október 2025 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Mahrez skaut Alsír á lokamótið
Mandava skoraði í svekkjandi tapi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leikjum dagsins er lokið í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM á næsta ári, þar sem Alsír tryggði sér þátttöku með góðum sigri á útivelli.

Riyad Mahrez skoraði og lagði upp í þriggja marka sigri í Sómalíu, sem þýðir að Alsír er á toppi riðilsins með fjögurra stiga forystu fyrir lokaumferðina. Mohamed Amoura, leikmaður Wolfsburg, var atkvæðamestur í sigrinum með tvennu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Alsír fer á HM síðan 2014.

Úganda er í öðru sæti og á enn möguleika á að komast á HM sem eitt af liðunum með besta árangurinn í öðru sæti.

Reinildo Mandava, bakvörður Sunderland, skoraði þá í tapleik hjá Mósambík gegn Gíneu. Átján ára gamall Abdoul Karim Traore gerði gæfumuninn í viðureigninni þar sem hann skoraði tvennu fyrir Gíneu.

Þetta er afar sárt tap fyrir Mósambík sem er í sama riðli og Alsír. Með sigri í dag hefðu Mandava og félagar jafnað Úganda á stigum í öðru sæti og átt góða möguleika á að fara á lokamótið í fyrsta sinn í sögunni.

Kenía og Líbería unnu einnig sína leiki í dag en eiga ekki möguleika á að komast á HM þrátt fyrir sigrana.

Egyptaland, Marokkó og Túnis eru búin að tryggja sér þátttöku á HM í Norður-Ameríku á næsta ári ásamt Alsír. Þjóðir á borð við Gana, Fílabeinsströndina, Grænhöfðaeyjar, Suður-Afríku og Senegal gætu fylgt þeim á lokamótið.

Sómalía 0 - 3 Alsír
0-1 Mohamed Amoura ('7)
0-2 Riyad Mahrez ('19)
0-3 Mohamed Amoura ('57)

Mósambík 1 - 2 Gínea

Botsvana 0 - 1 Úganda

Líbería 3 - 1 Namibía

Búrúndí 0 - 1 Kenía

Athugasemdir