Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi í sóttkví - Ekki með gegn Ungverjum?
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví eftir að Anders Christiansen, liðsfélagi hans hjá Malmö, greindist með kórónuveiruna. Óvíst er hvort Arnór Ingvi geti spilað leikinn mikilvæga gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudag.

Malmö tryggði sér sigurinn í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Anders fagnaði með liðsfélögum sínum eftir leik og fór í viðtöl.

Hann fór síðan að finna fyrir veikindum og því fór hann ekki með liðsfélögum sínum í liðsrútuna eftir leik. Anders fór í kórónuveirupróf sem reyndist jákvætt.

Malmö hefur frestað æfingum í þessari viku og leikmenn liðsins eru heima í sóttkví. Enginn leikmaður hefur fundið fyrir einkennum en allir reyndust þeir neikvæðir fyrir kórónuveirunni í prófi á laugardaginn.

Arnór Ingvi átti að koma til móts við íslenska landsliðið í æfingabúðum í Þýskalandi í dag en nú er óvíst hvort hann verði með í leiknum gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudag.

Arnór Ingvi hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu leikjum landsliðsins og það yrði áfall ef hann missir af leiknum gegn Ungverjum.
Athugasemdir
banner
banner