Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. nóvember 2024 19:29
Brynjar Ingi Erluson
England: Man City tapaði fjórða leiknum í röð - Fyrsta sinn síðan Guardiola tók við
Man City taoaði fjórða leiknum í röð og það í fyrsta sinn undir stjórn Guardiola
Man City taoaði fjórða leiknum í röð og það í fyrsta sinn undir stjórn Guardiola
Mynd: Getty Images
Brighton er komið upp í fjórða sæti deildarinnar
Brighton er komið upp í fjórða sæti deildarinnar
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland ('23 )
1-1 Joao Pedro ('78 )
2-1 Matthew ORiley ('83 )

Englandsmeistarar Manchester City töpuðu fjórða leiknum í röð er það laut í lægra haldi fyrir Brighton, 2-1, á AMEX-leikvanginum í Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man City hefur verið að ganga í gegnum meiðslakrísu og tapað síðustu þremur leikjum í öllum keppnum.

Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland hefur látið lítið fyrir sér fara í síðustu tveimur leikjum, en reimdi á sig markaskóna fyrir leikinn í dag.

Hann tók forystuna á 22. mínútu. Mateo Kovacic sendi laglega sendingu á milli varnarmanna og á Haaland sem náði að hrista þá af sér og skora í hægra hornið.

Man City gat bætt við fleiri mörkum næstu mínúturnar á eftir en nýtti færin illa. Brighton fór að bíta aðeins frá sér þegar leið á hálfleikinn og var nálægt því að skora snemma í þeim síðari er Jack Hinshelwood átti góðan skalla en Ederson var vandanum vaxinn í markinu.

Síðustu tuttugu mínúturnar pressuðu Brighton-menn gestina hátt uppi og uppskáru jöfnunarmark á 78. mínútu eftir smá darraðardans í teignum.

Boltinn datt fyrir varamanninn Joao Pedro sem kom boltanum í netið.

Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Matt O'Riley sigurmark Brighton. Joao Pedro sendi boltann inn á O'Riley sem skoraði. Virkaði allt of auðvelt fyrir heimamenn sem náðu að sigla sigrinum heim.

Man City var að tapa öðrum deildarleik sínum í röð og fjórða leiknum í öllum keppnum. Það er í fyrsta sinn sem það gerðist síðan Pep Guardiola tók við árið 2016.

Liðið er áfram í öðru sæti með 23 stig í deildinni, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Brighton fer á meðan upp um fimm sæti og er nú komið í 4. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner