Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Wright: Englendingar ekki tilbúnir fyrir svarta ofurstjörnu
Mynd: Skjáskot
Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, hefur tjáð sig um Jude Bellingham sem hefur verið umdeildur í fjölmiðlum á Englandi. Wright er allt annað en sáttur með umfjöllunina í kringum leikmanninn vinsæla.

Bellingham datt úr enska landsliðinu vegna meiðsla og var ekki með liðinu í september og október áður en hann var valinn aftur í nóvember. Thomas Tuchel landsliðsþjálfari var gagnrýndur fyrir að velja ekki Bellingham í októberglugganum en valdi hann svo í nóvember.

Hann sneri aftur í leikjum gegn Albaníu og Serbíu og var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín þegar honum var skipt af velli í sigrinum gegn Albönum. Fjölmiðlar töluðu illa um Bellingham og minntust á vandræði í kringum hann í búningsklefanum. Wright sakar þessa fjölmiðla um að daðra við kynþáttafordóma.

„Ég held að Englendingar séu ekki tilbúnir fyrir svarta ofurstjörnu sem getur gert hluti eins og Jude. Húðliturinn hans hræðir ákveðið fólk og hefur áhrif á hvernig fjölmiðlar tala um hann," sagði Wright á YouTube rásinni 'The Overlap'.

„Þeir geta ekki snert hann. Hann fer á völlinn og stendur sig en svo er hann gagnrýndur fyrir hegðunina sína. Þetta fólk elskar N'Golo Kanté útaf því að hann er hógvær svartur maður sem einbeitir sér bara að vinnunni sinni, hann er bara með þannig persónuleika.

„Um leið og þú ert kominn með einhvern eins og (Paul) Pogba eða Bellingham sem er með sterkan persónuleika og gefur frá sér mikla orku þá er ákveðið fólk sem er ekki ánægt. Leikmenn eins og Jude hræða svona fólk útaf getunni sem þeir búa yfir og útaf innblástrinum sem þeir geta veitt öðrum."

Athugasemdir
banner