Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 04. desember 2025 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Lucas leikmaður mánaðarins hjá Blackburn
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins og Blackburn Rovers var valinn sem besti leikmaður nóvember-mánaðar hjá félaginu.

Andri Lucas hefur verið funheitur að undanförnu og er búinn að skora sex mörk í síðustu átta leikjum með liðinu.

Í nóvember skoraði hann fjögur mörk í sex leikjum til að hjálpa liðinu að ná í tíu stig af átján mögulegum.

Blackburn situr í neðri hluta Championship deildarinnar með 21 stig eftir 18 umferðir.

   03.12.2025 11:43
Sjáðu sjötta mark Andra Lucasar í átta leikjum



Athugasemdir
banner