Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 04. desember 2025 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Declan Rice sagðist vera í lagi
Declan Rice hefur verið einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar það sem af er tímabils.
Declan Rice hefur verið einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar það sem af er tímabils.
Mynd: EPA
Arsenal er að glíma við meiðslavandræði fyrir mikilvægan toppbaráttuslag gegn Aston Villa um helgina.

Liðin mætast í hádeginu á laugardaginn, tæpum 72 klukkustundum eftir sigurleik Arsenal gegn Brentford sem fór fram í gærkvöldi.

Mikel Arteta þjálfari kvartaði sáran undan alltof miklu leikjaálagi og talaði um að þrír miðverðir liðsins væru meiddir eftir sigurinn gegn Brentford. Cristhian Mosquera fór meiddur af velli alveg eins og Declan Rice og talaði Arteta um að þeir yrðu líklega ekki með í næsta leik. Þar að auki eru miðverðirnir öflugu William Saliba og Gabriel meiddir, sem þýðir að Jurriën Timber mun líklega spila í hjarta varnarinnar við hlið Piero Hincapié um helgina.

Þegar Rice neyddist til að fara af velli í gærkvöldi sagði hann við myndavélar Sky Sports í leikmannagöngunum að það væri allt í lagi með sig og að hann yrði til taks í næsta leik.

Kai Havertz og Leandro Trossard eru einnig að gíma við meiðsli.
Arsenal er með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Þess má geta að Aston Villa lék einnig í gærkvöldi og því fá bæði lið tæplega 72 klukkustunda hvíld á milli leikja.

   03.12.2025 23:42
Arteta ósáttur: Vinsamlegast gefið okkur aðeins meiri tíma til að jafna okkur

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner