Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greinir frá áhuga West Ham United á Promise David, framherja Union Saint-Gilloise í Belgíu.
David er 24 ára gamall landsliðsmaður Kanada sem hefur raðað inn mörkum í finnsku og belgísku deildinni á undanförnum árum, auk þess að eiga 3 mörk í 8 landsleikjum.
Hamrarnir eru í leit að nýjum framherja til að styrkja sóknarlínuna sína í janúarglugganum þar sem Niclas Füllkrug hefur ekki staðist væntingar og er búist við að hann verði seldur. Füllkrug er aðeins með 3 mörk í 26 úrvalsdeildarleikjum frá félagaskiptunum frá Borussia Dortmund í fyrrasumar.
Eintracht Frankfurt og Wolfsburg hafa verið orðuð við Füllkrug og þá eru fleiri félög fyrir utan West Ham áhugasöm um að festa kaup á David, sem er rétt tæpir 2 metrar á hæð.
Callum Wilson hefur verið að byrja leiki sem fremsti sóknarmaður West Ham og er ljóst að liðinu vantar nýjan framherja sem fyrst til að auka gæðin og samkeppnina í fremstu víglínu.
Callum Marshall, 21 árs, er einnig partur af leikmannahópi West Ham en þykir ekki nærrum því tilbúinn fyrir byrjunarliðið.
Athugasemdir

