Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Nígeríu leggur landsliðskóna á hilluna
Troost-Ekong skoraði í heildina 8 mörk í 83 landsleikjum. Fimm þeirra komu í Afríkumótinu.
Troost-Ekong skoraði í heildina 8 mörk í 83 landsleikjum. Fimm þeirra komu í Afríkumótinu.
Mynd: EPA
William Troost-Ekong hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið 83 landsleiki á tíu árum.

Troost-Ekong er 32 ára gamall og leikur fyrir Al-Okhdood í Sádi-Arabíu eftir að hafa verið hjá Watford frá 2020 til 2023. Hann fór upp úr Championship deildinni með félaginu og féll strax aftur niður.

Þessi þaulreyndi miðvörður ákveður að leggja skóna á hilluna rétt fyrir Afríkumótið þar sem Nígería hefur harma að hefna eftir hörmulegt gengi í forkeppni HM á undanförnum mánuðum.

Nígeríski landsliðshópurinn fyrir Afríkumótið verður tilkynnt á sunnudaginn og er búist við að miðjumaðurinn Wilfred Ndidi, sem er núverandi varafyrirliði, taki við fyrirliðabandinu.

Troost-Ekong hefur verið fyrirliði Nígeríu síðustu fjögur ár og bar bandið er landsliðið endaði í öðru sæti á síðasta Afríkumóti. Hann skoraði nokkur mörk í mótinu og er í dag markahæsti varnarmaður í sögu Afríkumótsins, með fimm mörk.
Athugasemdir
banner