Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Argentína áfram eftir magnaðan fótboltaleik
Mynd: Getty Images

Holland 2 - 2 Argentína (Argentína vann í vító)
0-1 Nahuel Molina ('35)
0-2 Lionel Messi (vítí '73)
1-2 Wout Weghorst ('83)
2-2 Wout Weghorst ('90´)

Argentína vann Holland í 8-liða úrslitum HM eftir magnaðan framlengdan leik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.


Þetta leit vel út fyrir Argentínumenn eftir að Messi lagði upp fyrsta mark leiksins með glæsibrag og tvöfaldaði síðan forystuna úr vítaspyrnu.

Á 78. mínútu gerði Louis van Gaal breytingu. Hann setti stóra framherjann Wout Weghorst inn á.

Hann minnkaði muninn fimm mínútum síðar og þegar 10 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Holland aukaspyrnu.

Virkilega áhugaverð aukaspyrna, stutt sending á Weghorst sem lagði boltann í netið og tryggði liðinu framlengingu.

Eins og svo oft áður á þessu móti var ekki gríðarlega mikil hætta í framelngingunni en Argentínumenn voru mun líklegri en varnarleikur Hollands stóðst og við erum á leið í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin:

Holland 3-4 Argentína
Martinez ver frá Van Dijk 0-0
Messi skorar 0-1
Martinez ver frá Berghuis 0-1
Paredes skorar 0-2
Koopmeiners skorar 1-2
Montiel skorar 1-3
Weghorst skorar 2-3
Fernandez klikkar 2-3
De Jong skorar 3-3
Lautaro skorar 3-4


Athugasemdir
banner
banner
banner