Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   fös 09. desember 2022 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slóvenskur miðvörður í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Vardic skrifar undir
Vardic skrifar undir
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur fengið miðvörðinn Marko Vardic í sínar raðir. Hann hefur verið án félags síðan í sumar þegar hann yfirgaf NK Triglav.

Vardic er 27 ára gamall Slóveni sem hefur spilað í heimalandinu, í Belgíu og í Þýskalandi á sínum ferli.

Úr frétt á umfg.is:
Marko leikur stöðu miðvarðar en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður. Marko kom á reynslu til Grindavíkur núna í nóvember og heillaði þjálfara og forráðamenn félagsins. Hann er hávaxinn, gríðarlega snöggur og mikill íþróttamaður.

„Ég er mjög ánægður með að fá Marko til liðs við okkur. Þetta er flottur íþróttamaður á besta aldri sem hefur eiginleika sem við þurfum á að halda í okkar lið. Hann er öflugur varnarmaður, með mikla hlaupagetu og getur leyst margar stöður á vellinum. Marko féll strax vel inn í hópinn og er flottur persónuleiki,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur.

Komnir
Einar Karl Ingvarsson frá Stjörnunni
Kristófer Konráðsson frá Stjörnunni (var á láni hjá Leikni)
Marko Vardic frá Slóveníu

Farnir
Aron Jóhannsson í Fram
Hilmar Andrew McShane
Josip Zeba
Juan Martinez
Kairo Edwards John
Kenan Turudija
Vladimir Dimitrovski
Athugasemdir
banner
banner
banner