Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 09. desember 2023 10:20
Aksentije Milisic
Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Powerade
Sancho.
Sancho.
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Richarlison seldur?
Richarlison seldur?
Mynd: EPA
Barcelona að kalla.
Barcelona að kalla.
Mynd: Getty Images

Sancho, Eriksen, Richarlison, Lenglet, Ndidi og fleiri eru í slúðurpakkanum þennan laugardaginn. BBC tók allt það helsta saman.
__________________________


Manchester United og Dortmund eru að vinna í skiptidíl sem gæti endað með því að Jadon Sancho (23) fari aftur til Dortmund en hann kom þaðan til Man Utd. Þá myndi Man Utd fá hinn 24 ára gamla Hollending, Donyell Malen, í staðinn. (Sport Bild)

Chelsea er tilbúið að borga það sem Napoli vill fá fyrir Victor Osimhen (24) í janúar. (Football Transfers)

Manchester United mun selja hinn 31 árs gamla Christian Eriksen í janúar glugganum ef rétt tilboð berst. (Football Insider)

United og Liverpool hafa bæst í hóp liða sem hafa áhuga á miðjumanni Fulham, Joao Palhinha. (TeamTalk)

Bayern Munchen mun hins vegar ekki reyna aftur við Palhinha (28) í janúar. (Sky Sports Germany)

Manchester United mun þurfa að eyða 34 milljónum punda vilji félagið fá Javi Guerra, sem er tvítugur miðjumaður Valencia. Juventus hefur einnig áhuga á kauða. (Mirror)

Tottenham mun skoða það að selja Richarlison (26) í janúar. Það er áhugi frá Sádí Arabíu. (Football Insider)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur talað það niður að félagið muni fá inn miðvörð í janúar fyrir hinn meidda Joel Matip. (Mirror)

Julen Lopetegui, fyrrverandi stjóri Wolves, er til í að taka við Nottingham Forest ef Steve Cooper verður rekinn. Lopetegui neitaði stóru tilboði frá Sádí Arabíu en hann vill starfa á Englandi. (TalkSport)

Barcelona vill fá 12,8 milljónir punda frá Bayern Munchen fyrir varnarmanninn Clement Lenglet en Bayern hefur áhuga á þessum leikmanni sem er í láni hjá Aston Villa. Hann er ekkert að spila þar svo það er spurning hvort Villa vill leyfa honum að fara. (Sport)

West Ham er til í að selja Maxvel Cornet (27) en kappinn er á fimm ára samningi hjá Hömrunum. (Talksport)

AC Milan og Napoli hafa áhuga á markmanni Monza, honum Michele di Gregorio en hann er 26 ára gamall. Þá hafa nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni einnig áhuga. (Tuttomercatoweb)

Manchester United og Manchester City munu berjast um varnarmann Lille, Leny Yoro sem er einungis 18 ára. (Mirror)

Amad Diallo, leikmaður Manchester United, mun fara á láni frá félaginu í janúar takist honum ekki að vinna sig inn í liðið. Hann er að stíga upp úr meiðslum en hann meiddist illa á undirbúningstímabilinu. (Manchester Evening News)

Dan Ashworth, yfirmaður íþróttamála hjá Newastle United, er undir smásjánni hjá Man Utd en Sir Jim Ratcliffe er sagður vilja fá hann til starfa. (90min)

Barcelona vill fá Wilfried Ndidi (26), leikmann Leicester City, í janúar mánuði en hann rennur út af samning hjá Leicester næsta sumar. (Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner