Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 09. desember 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Þungt högg fyrir Barcelona
Mynd: EPA
Spænski miðvörðurinn Mapi Leon verður ekki með Barcelona næstu mánuði vegna hnémeiðsla sem hún varð fyrir á æfingu liðsins, en þetta er gríðarlegt högg fyrir Evrópumeistarana.

Leon er 28 ára gömul og með allra bestu miðvörðum heims.

Hún kom til Barcelona árið 2017 fyrir 50 þúsund evrur og skrifaði sig um leið í sögubækurnar því þetta var í fyrsta sinn spænskt kvennalið greiddi fyrir leikmann.

Leon hefur verið mikilvægur hluti af liði Barcelona á þessu tímabili, sem hefur haldið hreinu í átta deildarleikjum á leiktíðinni, en hún mun líklega missa af restinni vegna hnémeiðsla sem hún varð fyrir á æfingu.

Miðvörðurinn er á leið í aðgerð og ekki hægt að setja dagsetningu á endurkomu hennar.

Barcelona er á toppnum í spænsku deildinni með fullt hús stiga eftir tíu leiki. Þá hefur liðið unnið báða leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner