Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 10. janúar 2019 10:15
Arnar Helgi Magnússon
Gummi Tóta: Þeir eru að pressa á mig að framlengja
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður IFK Norköpping í Svíðþjóð er í landsliðshópnum sem að æfir í Katar þessa dagana. Framundan eru æfingaleikir við Svíþjóð og Eistland.

Guðmundur þekkir sænska liðið nokkuð vel en fimm leikmenn í sænska hópnum spila með Gumma hjá Norrköpping.

„Ég hef spilað á móti þeim flestum síðustu tvö tímabil og svo eru auðvitað fimm frá Nörrköpping. Ég þekki þessa stráka ágætlega og þeirra styrkleika. Þetta er flott lið og þetta verður flottur leikur."

Guðmundur er ánægður með tækifærið í landsliðinu og ætlar að nýta sénsinn.

„Algjörlega. Maður þarf að nýta þetta tækifæri. Þetta er virkilega jákvætt, flottur hópur og fín gæði á æfingum. Það eru bara allir klárir í slaginn sýnist mér. Þetta er virkilega gaman."

„Aðstæðurnar hérna eru geggjaðar. Frábærir vellir og hótelið flott. Svo er ég reyndar aðeins búinn að lesa mig til um landið, fyrir HM og svona. Þetta er áhugavert land. Vonandi fáum við tækifæri til þess að skoða það aðeins betur. Það er ekki yfir neinu að kvarta."

Gummi er samningsbundinn IFK Norköpping og á eitt ár eftir af samning þar.

„Ég á eitt ár eftir og staðan er þannig að þeir eru að pressa á mig að framlengja og þeir hafa sagt við mig að ég fái ekki að fara, sama hvað. Mér líður vel þarna. Hópurinn er flottur og þjálfarinn er góður. Það gekk vel á síðasta ári en ég er bara að njóta þess að vera hérna núna. Þetta eru skilaboðin frá Norrköpping svo að það verður að koma í ljós."

Gummi segir að félagið hafi neitað öllum þeim tilboðum sem hafa borist í hann.

„Þeir hafa neitað öllu strax sem hefur komið, svoleiðis er það bara. Ég er mjög sáttur þarna en það er bara spurning hvort að ég vil framlengja. Þetta kemur í ljós."

Viðtalið við Gumma Tóta má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner