Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. janúar 2019 17:41
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Sneijder kom í veg fyrir fyrsta sigur Heimis
Aukaspyrna Hollendingsins tryggði Al Gharafa stig
Heimir á bekknum í leiknum í dag.
Heimir á bekknum í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Wesley Sneijder fyrirlði Al Gharafa í leiknum í dag.  Hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Wesley Sneijder fyrirlði Al Gharafa í leiknum í dag. Hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir sat í stúkunni hluta af fyrri hálfleiknum.
Heimir sat í stúkunni hluta af fyrri hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Al Arabi gerðu 1-1 jafntefli við Al Gharafa í deildabikarnum í Katar í dag. Heimir var ráðinn þjálfari Al Arabi í síðasta mánuði en Bjarki Már Ólafsson er honum til aðstoðar.

Wesley Sneijder, fyrrum miðjumaður Real Madrid og hollenska landsliðsins, kom í veg fyrir sigur Al Arabi með laglegu jöfnunmarki í síðari hálfleik í dag.

Al Gharafa var mun meira með boltann í leiknum en Al Arabi varðist vel. Al Arabi hafði tekið forystuna um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn brasilíski Diego Jardel slapp í gegn eftir skyndisókn og skoraði.

Deildabikarinn í Katar er ekki hátt skrifaður þar í landi en lið stilla þar oft upp hálfgerðum varaliðum. Deildabikarinn er spilaður á sama tíma og landsleikir fara fram í öllum aldursflokkum og því eru oft margir leikmenn fjarverandi.

Spilað er í riðlum í deildabikarnum og fyrir leikinn í dag var Al Arabi stigalaust á botni riðilsins. Leikurinn í dag var síðasti leikur liðsins í deildabikarnum í ár.

Heimir hefur verið að taka til í leikmannahópi Al Arabi en tólf leikmenn eru farnir í önnur lið. Að auki eru leikmenn í landsliðsverkefnum og því mætti Heimir með vængbrotið lið í leikinn í dag en langflestu leikmennirnir sem spiluðu í dag eru vanalega ekki í stórum hlutverkum hjá Al Arabi.

Gestirnir í Al Gharafa stilltu upp sterkara liði en þar var Sneijder meðal annars með fyrirliðabandið. Á vinstri kantinum var slóvakíski kantmaðurinn Vladimir Weiss. Weiss fór illa með besta færi Al Gharafa í leiknum en hann skaut framhjá fyrir opnu marki.

Sneijder spilaði í frjálsu hlutverki á miðjunni og hann skoraði jöfnunarmark Al Gharafa með frábæru skoti úr aukaspyrnu í síðari hálfleiknum við mikinn fögnuð vina sinna frá Hollandi sem voru mættir í stúkuna. Mahoud Ibrahim, markvörður Al Arabi, var nálægt því að verja spyrnuna en hann lenti á stönginni og varð að fara meiddur af velli í kjölfarið.

Í þessum mánuði munu Heimir og lærisveinar hans í Al Arabi spila æfingaleiki áður en deildin í Katar hefst aftur í byrjun febrúar. Al Arabi er þar í 6. sæti með 21 stig, þremur stigum á undan Al Gharafa. Í maí er síðan bikarkeppnin á dagskrá í Katar.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni

Hér að neðan má sjá markið hjá Diego Jardel í leiknum í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner