Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. janúar 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki maður mikilla orða og lætur verkin tala
Atli fagnar marki með FH.
Atli fagnar marki með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Guðnason, einn albesti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, lagði skóna á hilluna síðastliðin föstudag.

Atli, sem er 36 ára, hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari. Hann varð markakóngur efstu deildar 2012 og valinn leikmaður ársins 2009.

Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari hans hjá FH, og Emil Pálsson, fyrrum liðsfélagi hans hjá FH, voru á línunni í útvarpsþættinum Fótbolta.net þar sem þeir spjölluðu meðal annars um Atla.

„Atli er ekki maður mikilla orða og hann lætur verkin tala. Ef þú kíkir á hans feril og hvernig hann hefur verið, þá talar það fyrir sig," sagði Óli sem þjálfaði Atla einnig í handbolta á árum áður.



„Sem einstaklingur er hann alveg einstakur og sem íþróttamaður og fótboltamaður frábær. Hann á allt það lof og allt það hrós, sem hann hefur fengið í gegnum tíðina, skilið. Það eru forréttindi að hafa kynnst honum og eiga hann sem félaga."

Topp þrír bestur
Emil Pálsson, sem var að klára sitt síðasta tímabil með Sandefjord í Noregi, hrósar Atla mjög.

„Ég spilaði með honum sjö tímabil og það er hægt að tala endalaust um Atla G. Þú sérð þennan gæja á velli og þá er enginn að fara að búast við því útlitslega séð að hann sé að fara að gera það sem hann er að fara að gera. Ég er ekki frá því að þetta sé topp þrír besti leikmaður sem ég hef æft og spilað með á mínum ferli," sagði Emil.

Hvað er það sem gerir hann svona góðan?

„Hausinn á honum; hann er með svo ógeðslega góðan leikskilning og ótrúlega góða ákvarðanatökur á bolta. Þetta er eitthvað sem þú getur ekki kennt, annað hvort ertu með þetta eða ekki. Hann var með þetta upp á tíu og algjör unun að spila með honum. Minn leikur snerist yfirleitt um að fá boltann á miðjunni, setja hann út á Atla og láta hann sjá um rest."

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Óli Kristjáns, Emil og enski
Athugasemdir
banner