mán 10. janúar 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stoðsendingu Kristians Nökkva - Birkir lék í sigri á Fenerbahce
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn bráðefnilegi Kristian Nökkvi Hlynsson lagði upp mark þegar Jong Ajax lagði Utrecht II að velli í hollensku B-deildinni í kvöld.

Kristian byrjaði hjá Ajax og hann lagði upp mark fyrir Youri Regeer snemma leiks eftir flotta sókn.

Annað mark Ajax kom í uppbótartíma, stuttu eftir að Kristian fór að velli. Lokatölur 0-2 fyrir Ajax sem er í fjórða sæti B-deildarinnar. Liðið er að mestu skipað ungum og efnilegum leikmönnum og árangurinn eftirtektarverður.

Kristian er einn efnilegasti leikmaður þjóðarinnar. Hann verður 18 ára seinna í þessum mánuði.

Birkir spilaði í sigri gegn Fenerbahce
Í Tyrklandi kom landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Adana Demirspor vann virkilega flottan sigur gegn Fenerbahce, sem er eitt stærsta félag landsins.

Það var Younes Belhanda sem skoraði sigurmarkið fyrir Demirspor snemma í seinni hálfleiknum.

Birkir og félagar komust upp fyrir Fenerbahce með þessum sigri og eru núna í fjórða sæti deildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner