Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   mán 10. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer ætlar að skora tólf mörk á tímabilinu - „Stefni mjög hátt"
Mynd: SönderjyskE
Kristófer Ingi Kristinsson er leikmaður SönderjyskE í Danmörku. Kristófer er uppalinn Stjörnumaður en hélt ungur að árum út til Hollands og samdi við Willem II sumarið 2016. Árið 2019 skipti hann yfir til Frakklands og lék með Grenoble í næstefstu deild tímabilið 2019/20.

Sumarið 2020 ákvað hann að söðla um og fór á láni til PSV og spilaði þar með varaliði félagsins. Síðasta sumar ákvað hann svo að semja við danska félagið. Kristófer ræddi fyrir helgi við Fótbolta.net um fyrri hluta tímabilsins.

„Fyrri hlutinn hefur verið svolítið erfiður, allavega til að byrja með, við erum ekki alveg þar sem við viljum vera í deildinni en sem betur fer erum við með eitthvað í bikarnum - erum í undanúrslitum bikarsins. Við vorum að búast við meira en þessu," sagði Kristófer.

„Ég hef byrjað síðustu þrjá leiki þannig að ég get verið sáttur með það. En ég hef ekki fengið þær mínútur sem ég hef viljað fyrri hluta tímabilsins. Ég vonast eftir meiru frá sjálfum mér núna seinni hlutann, er kominn með fimm mörk í deild og bikar - það er allavega eitthvað jákvætt."

Þjálfaraskipti urðu hjá SönderjyskE skömmu fyrir vetrarfrí. Gætu þau haft einhver áhrif á þinn spiltíma?

„Ég er mjög jákvæður fyrir því, hef heyrt mjög góða hluti um þennan þjálfara, er byrjaður að spila núna upp á síðkastið og vona hann muni hjálpa okkur að komast upp á næsta „level". Ég hugsa að þetta muni vera mjög gott fyrir okkur."

Liðið er í næstneðsta sæti dönsku Superliga, sex stigum frá liðinu fyrir ofan sig. „Klárlega ætlum við að vinna þann mun upp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn er í svona erfiðri stöðu. Eftir því sem ég hef heyrt hefur klúbburinn nánast alltaf komið sér upp úr þessu og ég hef alla trú á því að við munum ná því."

Þú ert með þriggja ára samning, ertu með markmið, eitthvað sem þig langar að afreka hjá félaginu?

„Ég stefni á að skora, vera með markahæstu mönnum þarna og stefni mjög hátt. Ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að skora tólf mörk í deild og bikar. Ég á eitthvað í það allavega. Við sjáum til," sagði Kristófer að lokum.

Hann var einnig spurður út í Grenoble, Jong PSV og leiðina í undanúrslit bikarsins. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir