Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir tilboðin í Tryggva Hrafn - „Hann er bara ekki til sölu, mjög einfalt"
Hafa ekki boðið í Valdimar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, hefur að undanförnu talað um það í hlaðvarpi sínu að íslensk félög hafi boðið í Tryggva Hrafn Haraldsson hjá Val.

Hjörvar talaði fyrst um að uppeldisfélag Tryggva, ÍA, hefði boðið í sóknarmanninn og í gær talaði hann um að Breiðablik hefði gert slíkt hið sama.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti að bæði ÍA og Breiðablik hefðu boðið í Tryggva og tilboðunum hafi báðum verið hafnað.

„Ég get staðfest það og ég get staðfest að við höfum neitað tilboðunum," sagði Börkur.

Er hann til sölu? „Nei, hann er ekki til sölu." Þyrfti góða summu til að fá hann frá Val? „Hann er bara ekki til sölu, mjög einfalt."

Börkur var einnig spurður hvort Valur hefði boðið í Valdimar Þór Ingimundarson hjá Strömsgodset í Noregi.

„Nei, við höfum ekki gert það," sagði Börkur að lokum.

Tryggvi skoraði þrennu með Val í leiknum gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu á laugardag. Hann er 25 ára gamall og gekk í raðir Vals frá ÍA fyrir rúmu ári síðan. Í fyrra spilaði hann einugnis tólf leiki í deild og bikar vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner