Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   þri 10. janúar 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
„Búið spil hjá Aubameyang með Chelsea“
Aubameyang var tekinn af velli eftir að hafa verið settur inná.
Aubameyang var tekinn af velli eftir að hafa verið settur inná.
Mynd: EPA
Paul Merson segir í pistli sínum hjá Sky Sports að Graham Potter eigi að fá meiri tíma við stjórnvölinn hjá Chelsea. Hann telur hinsvegar að Pierre-Emerick Aubameyang sé kominn að leiðarlokum hjá félaginu.

„Aubameyang var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður í fyrri leiknum gegn Man City og ég held að hann sé á útleið hjá félaginu. Ég held að Chelsea losi sig við hann," segir Merson.

„Þú kemst kannski upp með þetta með yngri leikmann en þetta er oftast búið spil þegar þú ert tekinn af velli eftir að hafa komið inn á. Það er ein af óskrifuðu reglum fótboltans að gera þetta ekki."

„Það er ljóst að Aubameyang er ekki leikmaður sem Potter vill hafa. Svona gerist þegar skipt er um stjóra. Ef Potter verður rekinn núna þá kemur nýr maður inn og hann segir 'Ég vil fá þennan miðvörð en ekki þennan'. Potter þarf að fá meiri tíma að mínu mati."

„Chelsea er langt frá topp fjórum núna en það er mikið eftir. Félagið er kappsamt á leikmannamarkaðnum og ætlar að láta vaða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner