Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 10. janúar 2023 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í deildabikarnum: 17 ára í liði Man Utd
Tom Heaton fær loksins að byrja hjá Man Utd
Tom Heaton fær loksins að byrja hjá Man Utd
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gerir átta breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Charlton í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Tom Heaton kemur í markið hjá United en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur hans fyrir félagið.

Harry Maguire er í miðri vörn með Lisandro Martínez sem er kominn aftur í byrjunarliðið eftir að hafa unnið HM.

Hinn 17 ára gamli miðjumaður, Kobbie Mainoo, byrjar einnig hjá United. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Newcastle mætir þá Leicester í hinum leik kvöldsins en Eddie Howe, stjóri Newcastle, stillir upp gríðarlega sterku liði, líkt og Brendan Rodgers gerir hjá Leicester.

Man Utd: Heaton, Dalot, Maguire, Martinez, Malacia, Fred, Mainoo, McTominay, Antony, Garnacho, Elanga.

Charlton: Maynard-Brewer, Clare, Inniss, Ness, Sessegnon, Dobson, Morgan, Fraser, Rak-Sakyi, Leaburn, Blackett-Taylor.



Newcastle: Pope, Trippier, Schär, Botman, Burn, Guimarães, Longstaff, Willock, Almirón, Joelinton, Wilson.

Leicester: Ward, Castagne, Amartey, Faes, Thomas, Ndidi, Tielemans, Albrighton, Pérez, Barnes, Daka.

Athugasemdir
banner