Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   fös 10. janúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Callum Wilson snýr aftur í febrúar
Callum Wilson, sóknarmaður Newcastle.
Callum Wilson, sóknarmaður Newcastle.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Callum Wilson hefur afskaplega lítið spilað með Newcastle á þessu tímabili. Hann byrjaði tímabilið meiddur í baki en kom svo inn af bekknum í fjórum leikjum áður en hann endaði aftur á meiðslalistanum, þá vegna meiðsla aftan í læri.

„Það er stutt í að hann mæti aftur til æfinga með liðinu. Það er góð þróun á þessu bataferli. Þetta hefur verið erfitt fyrir hann, það kom í ljós að meiðslin voru verri en Wilson hélt en hann er mjög einbeittur á endurkomu," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Ef allt gengur eftir áætlun snýr hann aftur í byrjun febrúar. Hann kæmi þá til baka á mikilvægum tímapunkti fyrir okkur, þegar við eigum stóra leiki."

Newcastle á bikarleik gegn D-deildarliðinu Bromley á sunnudag. Eddie Howe mun hvíla menn í þeim leik, þar á meðal markahrókinn Alexander Isak sem er að glíma við smávægileg meiðsli og fær frí í nokkra daga.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner