Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   lau 10. febrúar 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Harpa Karen og Hildur Karítas í Hauka (Staðfest)
Mynd: Haukar
Harpa Karen Antonsdóttir og Hildur Karítas Gunnarsdóttir hafa samið við Hauka til tveggja ára.

Harpa Karen er á 19. aldursári og kemur frá KR en hún er uppalin hjá Val. Hún spilaði fimm leiki með KR í Pepsi deildinni síðasta sumar en var talsvert frá vegna meiðsla.

Hún á að baki 20 meistaraflokks leiki með KR, Val og KH. Hún hefur spilaði níu leiki með U17 landsliði Íslands.

Hildur Karítas er á 20. aldursári og kemur til Hauka frá Val. Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár. Hún spilaði með öðrum flokki Vals síðasta sumar og skoraði 18 mörk í 12 leikjum.

Jakob Leó Bjarnason þjálfari Hauka er ánægður með góðan liðsstyrk og segir að stelpurnar séu báðar mjög efnilegar.

„Koma Hörpu og Hildar er stór liður í styrkingu á okkar hópi en það hafa verið miklar breytingar á hópnum frá því síðasta sumar. Harpa er öflugur miðjumaður sem mun bæta ákveðnum eiginleikum við okkar lið. Hún er góður spyrnumaður með auga fyrir spili og kemur með ákveðna ró í leik okkar liðs."

„ Hildur getur leikið sem sóknartengiliður og sem sóknarmaður. Hún er teknísk og góð að koma sér og sínum liðsfélögum í færi. Hún skapar usla í hvert skipti sem hún fær boltann. Við fögnum komu þeirra beggja og vitum að þær eiga eftir að reynast okkur vel,“
segir Jakob.

Athugasemdir
banner
banner