Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. febrúar 2021 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Emil spilaði í stórsigri - Excelsior úr leik í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn er Padova rúllaði yfir Carpi í ítölsku C-deildinni í dag.

Padova skoraði sex mörk gegn Carpi og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Emil er mikilvægur hlekkur er Padova trónir á toppnum með 47 stig eftir 23 umferðir, við hlið Sudtirol.

Hinn 36 ára gamli Emil er búinn að spila 19 leiki á deildartímabilinu og skora tvö mörk.

Padova 6 - 0 Carpi
1-0 C. Chirico ('16)
2-0 S. Hraiech ('38)
3-0 K. Cisse ('46)
4-0 M. Firenze ('69)
5-0 C. Santini ('87, víti)
6-0 L. S. Della ('90)

Elías Már Ómarsson hafði þá hægt um sig er Excelsior tapaði heimaleik gegn Vitesse í hollenska bikarnum í gærkvöldi.

Elías Már hefur verið að raða inn mörkunum á tímabilinu en er ekki búinn að skora mikið að undanförnu, aðeins tvö mörk í níu leikjum. Þar áður var hann með mark á leik að meðaltali.

Excelsior er dottið úr bikarnum en liðið situr í 10. sæti hollensku B-deildarinnar, fimm stigum frá umspilssæti.

Excelsior 0 - 1 Vitesse
0-1 0-1 L. Openda ('91)

Oostende datt þá úr leik í belgíska bikarnum eftir tap gegn Cercle Brugge. Ari Freyr Skúlason var ekki í hópi hjá Oostende.
Athugasemdir
banner
banner
banner