Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 10. febrúar 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Fær Hodgson framlengingu?
Samningur hins 73 ára Roy Hodgson við Crystal Palace rennur út eftir tímabilið og félagið skoðar hvað best sé að gera.

Óöruggt fjárhagsumhverfi vegna heimsfaraldursins eykur líkurnar á því að Hodgson verði áfram.

Stjórn Palace telur að liðið sé í öruggum höndum hjá Hodgson en rætt hefur verið um að fá inn yngri stjóra. Það gæti þó reynst dýr pakki að skipta um stjóra.

Eddie Howe og Sean Dyche eiga víst aðdáendur innan stjórnar Palace.

Howe er án félag eftir að hafa yfirgefið Bournemouth í lok tímabilsins en Burnley myndi fara fram á háar bætur ef Dyche yrði sóttur.
Athugasemdir
banner