Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 10. febrúar 2024 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Kristófer Dagur afgreiddi HK
Kristófer Dagur fagnar marki í dag.
Kristófer Dagur fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 3 - 0 HK
1-0 Kristófer Dagur Arnarsson ('27 )
2-0 Kristófer Dagur Arnarsson ('39 )
3-0 Daníel Ingvar Ingvarsson ('55 )

Fjölnir og HK áttust við í fyrstu umferð Lengjubikars karla í dag og hafði Fjölnir betur með þriggja marka sigri.

Kristófer Dagur Arnarsson, fæddur 2004, var þar atkvæðamestur með tvennu í fyrri hálfleik, áður en Daníel Ingvar Ingvarsson gerði út um viðureignina með marki eftir leikhlé.

Lokatölur urðu 3-0 og byrjar Fjölnir vel í Lengjubikarnum, en þetta var annað tap HK í tveimur leikjum eftir tap á heimavelli gegn KR á þriðjudaginn.

Fjölnir deilir toppsæti riðils 3 í A-deild karla með KR, þar sem bæði lið eiga þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner