fös 10. mars 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári um Kórdrengi: Gríðarlega sorglegt og hefur haft leiðinleg áhrif
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það voru gríðarlega sorglegar fréttir fyrir Davíð Smára Lamude þegar í ljós kom að Kórdrengir myndu ekki taka þátt á Íslandsmótinu í sumar.


Davíð Smári þjálfaði liðið með ótrúlegum árangri en liðið fór upp úr fjórðu deild í næst efstu deild á fimm árum.

Davíð hætti sem þjálfari liðsins í fyrra eftir tvö ár í Lengjudeildinni og tók við Vestra. Hann var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leik Vestra gegn HK í Lengjubikarnum í gær.

Þar var hann spurður út í örlög Kórdrengja.

„Að segja að það sé leiðinlegt að sjá þetta er algjört 'understatement' fyrir mig. Þetta er fyrir mér alveg gríðarlega sorglegt og hefur haft leiðinleg áhrif ég verð að víðurkenna það," sagði Davíð.

Davíð Smári vonast til að Kórdrengir geti byrjað upp á nýtt en segir að það yrði mjög erfitt verkefni.


Davíð Smári: Lítum á þetta sem góða æfingu við toppaðstæður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner