Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Mikael blómstraði sem vængbakvörður - „Glaður á meðan ég er að spila“
Mikael Anderson á landsliðsæfingu.
Mikael Anderson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson skoraði mark AGF sem gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann lék í áhugaverðri stöðu sem vængbakvörður í 3-5-2 leikkerfi Uwe Rösler.

Mikael fær mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum en hann kom Elias Andersson, bakverði Viborg, í vandræði og endaði með því að leikmaðurinn fékk rauða spjaldið eftir tæklingu á Mikael. Rösler sagði að Íslendingurinn hafi verið bestur á vellinum.

Sjálfur segist Mikael að það skipti sig ekki máli hvort hann sé að spila á miðjunni, kantinum eða jafnvel sem bakvörður. Svo lengi sem hann sé inni á vellinum sé hann ánægður.

„Þetta var öðruvísi en mér fannst þetta virka vel í dag. Ég er ekki að kvarta, svo lengi sem ég er að spila þá er ég glaður. Ég er ánægður með hvernig ég skoraði á sjálfan mig og kom með orku í þetta," segir Mikael við Bold.

„Ég er tilbúinn að spila í þeirri stöðu sem Uwe telur að ég eigi að spila. Sama hvort það er hægri vængur, vængbakvörður eða miðja. Ég hef svo mikla trú á Uwe og teyminu hans."

Mikael verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem verður kynntur á miðvikudag. 20. og 23. mars verður leikið gegn Kosóvó í einvígi um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner