Mosfellingar með sterkan sigur
Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með fyrsta sigur sinna manna í Inkasso deildinni 2019. 2-1 var lokastaðan gegn gestunum í Leikni. Afturelding byrjaði leikinn af krafti og voru greinilega staðráðnir að bæta upp fyrir tap í fyrstu umferð.
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Byrjunin var frábær og það var mikill hraði og mikið tempó. Við höfðum frumkvæðið framan af og þá er gaman að horfa á fótbolta" sagði Arnar sem var samt sem áður ekki alveg nægilega sáttur með leik sinna manna eftir rauða spjaldið sem Leiknir fékk „Við vorum aðeins of kærulausir og fengum of mikið af skyndisóknum á okkur eftir að við komumst yfir."
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Byrjunin var frábær og það var mikill hraði og mikið tempó. Við höfðum frumkvæðið framan af og þá er gaman að horfa á fótbolta" sagði Arnar sem var samt sem áður ekki alveg nægilega sáttur með leik sinna manna eftir rauða spjaldið sem Leiknir fékk „Við vorum aðeins of kærulausir og fengum of mikið af skyndisóknum á okkur eftir að við komumst yfir."
Arnar fagnar svo bættri aðstöðu hjá Aftureldingu en ný stúka við gervigrasið í Mosfellsbæ var tekin til notkunar í vikunni og gerir heimavöllinn mun flottari. Arnar segir að það séu bjartir tímar framundan „Umgjörðin hér hjá okkur er að taka stakkaskiptum og það er verið að bæta alla aðstöðu til knattspyrnuiðkunar til muna og það er gaman að taka þátt í þessum uppgangi" Sagði Arnar kampakátur með þrjá puntka.
Athugasemdir