Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 10. maí 2019 22:48
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Halls: Veislan heldur áfram og við verðum með
Mosfellingar með sterkan sigur
Arnar Hallsson gat brosað eftir leik
Arnar Hallsson gat brosað eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með fyrsta sigur sinna manna í Inkasso deildinni 2019. 2-1 var lokastaðan gegn gestunum í Leikni. Afturelding byrjaði leikinn af krafti og voru greinilega staðráðnir að bæta upp fyrir tap í fyrstu umferð.

„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Byrjunin var frábær og það var mikill hraði og mikið tempó. Við höfðum frumkvæðið framan af og þá er gaman að horfa á fótbolta" sagði Arnar sem var samt sem áður ekki alveg nægilega sáttur með leik sinna manna eftir rauða spjaldið sem Leiknir fékk „Við vorum aðeins of kærulausir og fengum of mikið af skyndisóknum á okkur eftir að við komumst yfir."

Arnar fagnar svo bættri aðstöðu hjá Aftureldingu en ný stúka við gervigrasið í Mosfellsbæ var tekin til notkunar í vikunni og gerir heimavöllinn mun flottari. Arnar segir að það séu bjartir tímar framundan „Umgjörðin hér hjá okkur er að taka stakkaskiptum og það er verið að bæta alla aðstöðu til knattspyrnuiðkunar til muna og það er gaman að taka þátt í þessum uppgangi" Sagði Arnar kampakátur með þrjá puntka. 
Athugasemdir
banner