Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 10. maí 2019 22:48
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Halls: Veislan heldur áfram og við verðum með
Mosfellingar með sterkan sigur
Arnar Hallsson gat brosað eftir leik
Arnar Hallsson gat brosað eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með fyrsta sigur sinna manna í Inkasso deildinni 2019. 2-1 var lokastaðan gegn gestunum í Leikni. Afturelding byrjaði leikinn af krafti og voru greinilega staðráðnir að bæta upp fyrir tap í fyrstu umferð.

„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Byrjunin var frábær og það var mikill hraði og mikið tempó. Við höfðum frumkvæðið framan af og þá er gaman að horfa á fótbolta" sagði Arnar sem var samt sem áður ekki alveg nægilega sáttur með leik sinna manna eftir rauða spjaldið sem Leiknir fékk „Við vorum aðeins of kærulausir og fengum of mikið af skyndisóknum á okkur eftir að við komumst yfir."

Arnar fagnar svo bættri aðstöðu hjá Aftureldingu en ný stúka við gervigrasið í Mosfellsbæ var tekin til notkunar í vikunni og gerir heimavöllinn mun flottari. Arnar segir að það séu bjartir tímar framundan „Umgjörðin hér hjá okkur er að taka stakkaskiptum og það er verið að bæta alla aðstöðu til knattspyrnuiðkunar til muna og það er gaman að taka þátt í þessum uppgangi" Sagði Arnar kampakátur með þrjá puntka. 
Athugasemdir
banner
banner