Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún Arnardóttir spáir í aðra umferð Pepsi Max-kvenna
Stjarnan vinnur gegn Keflavík
Stjarnan vinnur gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir
Mynd: Johan Sahlén/Djurgarden
Guðrún Arnardóttir er fyrrum leikmaður Selfoss og Breiðabliks. Hún hélt til Djurgarden fyrir tímabilið 2019 og er nú á sinni þriðju leiktíð í sænsku deildinni.

Miðvörðurinn er spámaður 2. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Umferðin fer fram í kvöld og á morgun.

ÍBV 0 - 2 Breiðablik (18:00 í dag)
Það er aldrei auðvelt að fara til Eyja og sækja stig. Eyjakonur spiluðu vel í fyrstu umferðinni en Blikaliðið er hins vegar með sjálfstraustið í 6. gír eftir stórsigurinn á Fylki og munu taka þetta 2-0 með eitt mark í hvorum hálfleik. Agla María setur eitt mark í fyrri hálfleik og svo heldur Munda áfram að vera á eldi og setur eina sleggju upp í samskeytin í seinni hálfleik.

Þróttur R. 0 - 3 Valur (19:15 í dag)
Þróttur er skemmtilegt lið til að fylgjast með en Val er hins vegar spáð titlinum í ár af flestum spámönnum landsins. Ef Valur ætlar að standa undir þeim væntingum, verða þær að taka stigin þrjú í þessum leik og það held ég að þær geri. Elín Metta minnir á gæðin sem hún hefur, opnar markareikninginn sinn fyrir sumarið og setur 2 mörk. Sísí rekur svo naglann í kistuna þegar hún skorar eftir fast leikatriði og Valskonur fara sáttar heim með 3-0 sigur.

Þór/KA 1 - 1 Selfoss (18:00 á morgun)
Líkt og að fara til Eyja þá hlakkar liðum ekki til að fara norður. Bæði lið svolítið spurningamerki fyrir þetta tímabil en knúðu bæði fram sigur í fyrstu umferðinni. Held þessi leikur verði mikill baráttuleikur og endi með 1-1 jafntefli sem bæði lið geta verið ágætlega sátt með.

Fylkir 3 - 1 Tindastóll (18:00 á morgun)
Ef eitthvað lið þarf að rífa sig í gang frá fyrstu umferðinni, þá eru það Fylkiskonur. Þær fengu harkalegan skell í fyrstu umferðinni en þær nýta sér það til góðs og mæta snarvitlausar í þennan leik. Fylkiskonur munu komast i 3-0 en Tindstóll gefst aldrei upp og þær skora eitt sárabótamark í lokin. 3-1 lokaniðurstaðan og Fylkiskonur koma sér á sigurbraut.

Stjarnan 2 - 1 Keflavík (19:15 á morgun)
Þetta verður leikur með dramatík. Spjöld, víti og mark í uppbótartíma. Leikurinn verður jafn þar sem við fáum að sjá færi og mistök á báða bóga. Seiglan í Stjörnunni tryggir þeim sigurmarkið í uppbótartíma og Keflavík sitja eftir með sárt ennið eftir 2-1 sigur Stjörnunnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner