Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Hörð titilbarátta í Rúmeníu - Rúnar spilaði í tapi
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði CFR Cluj sem tapaði fyrir Sepsi, 1-0, í meistarariðli rúmensku deildarinnar í dag.

Þetta var aðeins annað tap Cluj í meistarariðlinum en liðið hefur spilað sjö leiki til þessa.

Rúnar Már var í byrjunarliði Cluj en var skipt af velli í hálfleik.

Þrátt fyrir tapið þá voru hagstæð úrslit úr hinum leiknum í deildinni en Steaua Bucharest gerði 2-2 jafntefli við Academica Clinceni.

Þegar þrjár umferðir eru eftir er Cluj í efsta sæti með 45 stig, og Steaua í öðru sæti með 44 stig.

Þessi tvö topplið mætast í lokaumferðinni sem gæti verið hreinn úrslitaleikur um titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner