Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. júní 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 7. sæti
Ólsurum er spáð sjöunda sæti.
Ólsurum er spáð sjöunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll tók við Víkingi Ólafsvík af Ejub Purisevic.
Jón Páll tók við Víkingi Ólafsvík af Ejub Purisevic.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Gonzalo Zamorano er mættur aftur á Ólafsvík.
Gonzalo Zamorano er mættur aftur á Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard stoppaði stutt í Fylki.
Harley Willard stoppaði stutt í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Víkingur Ó., 130 stig
8. Vestri, 92 stig
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

7. Víkingur Ó.
Lokastaða í fyrra Ef það var eitthvað sem Ólsurum vantaði í fyrra, þá var það stöðugleiki. Með aðeins meiri stöðugleika í gegnum mótið hefði liðið getað blandað sér í toppbaráttuna en lokastaðan var fjórða sætið.

Þjálfarinn: Það urðu stórar breytingar eftir síðustu leiktíð. Ejub Purisevic hætti eftir að hafa þjálfað samfleytt á Ólafsvík í svo gott sem 17 ár. Það er Jón Páll Pálmason sem fær það verðuga verkefni að taka við af Ejub. Jón Páll er 37 ára gamall Hafnfirðingur sem undanfarin sex ár hefur þjálfað í Noregi. Áður hafði hann einnig þjálfað karlalið Hattar í 2. deildinni og Fylki í Pepsi-deild kvenna. Þá hefur hann einnig mikla reynslu úr þjálfun yngri flokka.

Álit sérfræðings
Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur sitt álit á Víkingi Ólafsvík.

„Víkingur er með ákaflega öfluga leikmenn innan sinna raða sem búa yfir miklum gæðum og dýrmætri reynslu. Þeir eru með feykilega sterka sóknarlínu í Gonzalo Zamorano, Indriða Áka og Harley Willard sem nýlega kom til þeirra aftur eftir að hafa verið einn af þeirra betri mönnum 2018-2019. Varnarlínan hjá þeim er líka sterk með Michael Newberry og Emil Dokara. Í grunninn eru þeir með sterka hryggjarsúlu í liðinu sem skiptir sannarlega máli. Þónokkrir leikmenn innan raða Víkings Ó. eru með reynslu úr Pepsi Max-deildinni og er því óhætt að segja að lið Víkings sé reynslumikið lið. Þeir eru búnir að fá til sín Brynjar Atla Bragason frá Breiðablik á láni, öflugur markvörður sem stóð sig mjög vel með Njarðvík á síðasta tímabili."

„Það er alls ekki auðvelt að búa til lið úr leikmönnum sem þekkjast lítið sem ekkert og koma héðan og þaðan bæði af landinu og erlendis frá. Það verður verðugt verkefni og fá alla til að sigla í sömu átt og móta þessa einstaklinga inn í félagið. Hópurinn er alls ekki stór og ákaflega mikilvægt fyrir þjálfarann að halda mönnum heilum í gegnum allt tímabilið."

Lykilmenn: Gonzalo Zamorano, Emir Dokara, Harley Willard.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá hvað Gonzalo Zamorano gerir fyrir Víking á þessu tímabili. Hann skoraði tíu mörk með þeim síðast þegar hann lék með þeim. Harley Willard er kominn til baka og er líka tíu marka maður í þessari deild. Að sjá þessu tvo leikmenn spila saman verður virkilega áhugavert og spennandi að fylgjast með.

Komnir:
Billy Stedman frá Englandi
Brynjar Atli Bragason frá Breiðabliki (á láni)
Daníel Snorri Guðlaugsson frá Haukum
Gonzalo Zamorano Leon frá ÍA
Harley Willard frá Fylki
Indriði Áki Þorláksson frá Kára
Kristófer Daði Kristjánsson frá Sindra
Vitor Vieira Thomas frá KF

Farnir:
Abdul Bangura í Sindra
Franko Lalic í Þrótt R.
Grétar Snær Gunnarsson í Fjölni
Guðmundur Magnússon í ÍBV (var á láni)
Martin Kuittinen
Miha Vidmar til Slóveníu

Fyrstu þrír leikir Víkings Ó:
20. júní, Víkingur Ó. - Vestri (Ólafsvíkurvöllur)
28. júní, Víkingur Ó. - Keflavík (Ólafsvíkurvöllur)
3. júlí, ÍBV - Víkingur Ó. (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner