Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. júní 2021 13:57
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum til PSG (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er búið að staðfesta félagaskipti Georginio Wijnaldum. Hollenski miðjumaðurinn kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir fimm ár hjá Liverpool.

Wijnaldum er fyrirliði hollenska landsliðsins í fjarveru Virgil van Dijk og verður í lykilhlutverki á EM í sumar.

Wijnaldum verður 31 árs í nóvember og skrifaði undir þriggja ára samning við franska stórveldið. Hann fær tæplega 10 milljónir evra í árslaun samkvæmt Fabrizio Romano.

Wijnaldum var næstum genginn til liðs við Barcelona og ætlaði spænska félagið að kynna leikmanninn í þessari viku. PSG bauð honum betri og lengri samning sem hann gat ekki hafnað.

Svipað virðist vera að gerast með samlanda hans Memphis Depay sem er samningslaus eftir að hafa verið lykilleikmaður Lyon undanfarin fjögur ár. Juventus er að stela Memphis frá Börsungum með betra samningstilboði.


Athugasemdir
banner
banner
banner