Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   lau 10. júní 2023 14:11
Anton Freyr Jónsson
Kaplakriki
Byrjunarlið FH og Breiðablik: Eggert inn - Fimm breytingar hjá Blikum
watermark Klæmint Olsen hefur verið heitur í liði Blika.
Klæmint Olsen hefur verið heitur í liði Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Eggert Gunnþór byrjar.
Eggert Gunnþór byrjar.
Mynd:

Núna klukkan 15:00 hefst stórleikur umferðarinnar þegar FH og Breiðablik í 11.umferð Bestu deildar karla. 

FH situr fyrir leik dagsins í fjórða sæti deildarinnar með 17.stig. Breiðablik er í því þriðja með 23.stig. 


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Breiðablik

Þessi tvö lið mættust í vikunni í átta liða úrslitum Mjólkurbikar karla og fór sá leikur fram á Kópavogsvelli. Breiðablik tryggði sér farseðilinn í undanúrslitin með 3-1 sigri. 

Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir eina breytingu frá þeim leik. Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í liðið.  Jóhann Ægir Arnarsson tekur út leikbann hér í dag.

Þá gerir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika fimm breytingar. Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson, Klæmint Olsen, Viktor Örn Margeirsson og Andri Rafn Yeoman koma allir inn í liðið.  Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Oliver Stefánsson og Ágúst Eðvald  Hlynsson fá sér allir sæti á bekknum hjá Blikum. Jason Daði Svanþórsson er ekki í leikmannahópi Blika í dag vegna meiðsla. 


Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Davíð Snær Jóhannsson
18. Kjartan Kári Halldórsson
26. Dani Hatakka
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir
banner
banner
banner