Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   lau 10. júní 2023 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide um Haaland: Nú þegar bestur í sögunni
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd:
Erling Haaland verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City spilar við Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Þessi norski sóknarmaður er búinn að eiga magnað tímabil með Man City og hefur skorað 52 mörk í 52 keppnisleikjum.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er samlandi Haaland og á það sameiginlegt með honum að hafa spilað fyrir City. Hareide lék fyrir félagið frá 1981 til 1982.

Hareide var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag og var þar spurður út í norsku markamaskínuna. „Ég styð Man City algjörlega í úrslitaleiknum. Ég á góðar minningar þaðan og hef oft komið þangað."

„Noregur hefur ekki haft leikmenn þessum gæðaflokki áður. Við eigum líka Martin Ödegaard, sem er fyrirliði Arsenal. Þessir tveir krakkar hafa verið að standa sig mjög vel með sínum félögum. Erling var í stuttan tíma hjá Molde en hann byrjaði þar áður en hann fór til Red Bull Salzburg. Hann er góður drengur og hegðar sér vel. Hann hefur æft vel og verið mikill fagmaður. Það er frábært."

„Ég þekki föður Haaland vel en hann spilaði líka með Man City. Ég þekki fjölskylduna og drenginn, ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann er búinn að búa sér til stórkostlegan feril og ég held að hann sé búinn að vera skynsamur með leið sína, frá Molde til Salzburg til Dortmund til Man City."

Verður hann besti leikmaður í sögu Noregs þegar upp er staðið?

„Hann er það nú þegar. Mörkin sem hann hefur skorað og markafjöldinn, það er stórkostlegt. Hann er búinn að bæta öll metin. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir honum. Það eina sem getur stoppað hann eru meiðsli," sagði Hareide.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hefst í kvöld klukkan 19:00.
Útvarpsþátturinn - Age Hareide í hljóðveri
Athugasemdir
banner
banner