Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   lau 10. júní 2023 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inzaghi með plan til að stöðva Haaland
Mynd: EPA

Simone Inzaghi stjóri Inter MIlan segir að hann sé búinn að undirbúa liðið vel fyrir að mæta Erling Haaland í kvöld þegar Inter mætir Manchester City í úrslitum Meistaradeildarinnar.


Inter vann erkifjendur sína í AC Milan í undanúrslitum.

„Þetta er risa tækifæri til að endurskrifa söguna. Við vitum hversu erfitt þetta verður. Við höfum leikið 56 leiki á tímabilinu, við höfum átt erfið augnablik, meiðsli og töp. Við höfum staðið saman og sýnt hjarta og skuldbindingu. Þessi skuldbinding kom okkur hingað til Istanbúl," sagði Inzaghi.

Liðið er klárt í að mæta Haaland og öllu City liðinu.

„Já við erum með sérstakt plan fyrir hann. Við setjum svolítið upp, við erum búnir að undirbúa svolítið. Allt liðið verður að takast á við allt City liðið, ekki bara Haaland en við getum það," sagði Inzaghi.


Athugasemdir
banner