Liverpool er í viðræðum varðandi kaup á franska varnarmanninum Benjamin Pavard. Félagið er að ræða við umboðsmenn leikmannsins.
Frá þessu greinir þýski fréttamaðurinn Christian Falk en Pavard hefur undanfarin ár leikið í Þýskalandi með stórveldinu Bayern München.
Frá þessu greinir þýski fréttamaðurinn Christian Falk en Pavard hefur undanfarin ár leikið í Þýskalandi með stórveldinu Bayern München.
Pavard hyggst yfirgefa Bayern í sumar. Samningur hans rennur út á næsta ári og ætlar hann ekki að endursemja.
Hinn 27 ára gamli Pavard er franskur landsliðsmaður sem getur leyst bæði stöðu hægri bakvarðar og miðvarðar. Pavard hefur spilað mikilvægt hlutverk í liði Bayern en vill hefja nýjan kafla á sínum ferli í sumar.
Frakkinn var svekktur þegar Julian Nagelsmann var rekinn frá Bayern í mars síðastliðnum.
Liverpool er sagður líklegur áfangastaður fyrir hann en hann hefur einnig verið orðaður við Barcelona og Manchester United. Þá eru ítölsku nágrannafélögin AC Milan Inter einnig sögð áhugasöm.
Athugasemdir