Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 10. júní 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ward gerir nýjan samning við Crystal Palace
Joel Ward
Joel Ward
Mynd: Getty Images

Joel Ward hefur skrifað undir nýjan samning við Crystal Palace sem heldur honum hjá liðinu út næsta tímabil.


Ward gekk til liðs við félagið árið 2012 og hefur leikið 335 leiki fyrir félagið í öllum keppnum síðan.

Þessi 33 ára gamli varnarmaður kom við sögu í 30 leikjum á síðustu leiktíð og bar fyrirliðabandið í 14 leikjum.

„Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir nýjan samning. Ég er spenntur fyrir næsta tímabili og að byggja ofan á endirinn síðustu átta vikurnar," sagði Ward við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner