Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Hollandi í Rotterdam í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið heimsækir Holland í vináttulandsleik á Stadion Feyenoord í Rotterdam klukkan 18:45 í kvöld.

Ísland vann England, 1-0, á Wembley á föstudag og nú mætir það Hollendingum í seinni leik landsliðsverkefnisins.

Íslenska liðið hefur unnið Holland tvisvar sinnum í sögunni, en það merkilega við það er að þeir sigrar hafa komið í síðustu tveimur leikjum.

Síðasti sigurinn var í undankeppni EM 2016 en þá skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eina markið á 51. mínútu á Amsterdam Arena.

Gylfi skoraði einmitt bæði mörkin í fyrri leiknum á Laugardalsvelli í 2-0 sigri. Arjen Robben, Robin van Persie og Wesley Sneijder voru þá í liði Hollendinga.

Fyrir þessa tvo leiki hafði Holland unnið níu leiki og gert eitt jafntefli gegn Íslandi.

Leikur dagsins:

Landslið karla - Vináttulandsleikir
18:45 Holland-Ísland (Stadion Feyenoord)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner