Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 10. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Koeman um höfuðband Depay: Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu
Icelandair
Memphis Depay með höfuðbandið umtalaða
Memphis Depay með höfuðbandið umtalaða
Mynd: EPA
Memphis Depay, markahæsti leikmaðurinn í hollenska landsliðshópnum, kom þjálfaranum á óvart í 4-0 sigrinum á Kanada á dögunum, en Ronald Koeman var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu uppátæki.

Depay kom inn af bekknum og skoraði í sigrinum á Kanada, en hann skartaði hvítt höfuðband sem minnti einna helst á eitthvað úr NBA-deildinni.

Margir veltu því fyrir sér hvort höfuðbandið hafi staðist reglur um búnað leikmanna, en þó fáir sem kvörtuðu sérstaklega yfir þessu.

Koeman sagði á blaðamannafundi að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af þessu uppátæki.

„Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu og er ekki mikið fyrir það að láta koma mér á óvart á síðustu mínútu, en nú hefur hann æft með þetta og held ég að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu lengur,“ sagði Koeman á blaðamannafundinum.

Depay fær væntanlega einhverjar mínútur í leiknum gegn Íslandi í kvöld, en það eru allar líkur á því að hann verði með sama höfuðband í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner