Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 10. júlí 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Abraham nú samningsbundinn til 2023
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur tilkynnt að Tammy Abraham hafi virkjað ákvæði í samningi sínum og sé nú bundinn félaginu til 2023.

Abraham gerði fimm ára samning árið 2017 og hefur verið í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Abraham er markahæsti leikmaður Chelsea á tímabilinu en hann fær launahækkun með því að virkja ákvæðið.

Chelsea hefur undanfarna tólf mánuði samið við unga leikmenn sína; Mason Mount, Reece James, Billy Gilmour, Callum Hudson-Odoi, Fikayo Tomori og Ruben Loftus-Cheek.

Abraham byrjaði tímabilið gríðarlega vel en hefur ekki náð sér eins vel á strik eftir að hafa meiðst á ökkla gegn Arsenal í janúar. Hann fór í gegnum níu úrvalsdeildarleiki án þess að skora áður en hann skoraði gegn Crystal Palace í vikunni.

Abraham er ætlað stórt hlutverk í áætlunum Frank Lampard, þó félagið hafi keypt Timo Werner frá RB Leipzig.

Chelsea er enn í viðræðum við Willian sem verður samningslaus eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner