Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 10. júlí 2020 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Rúrik: Útiloka ekki að spila í Pepsi Max
Óvíst er hvað Rúrik gerir næst.
Óvíst er hvað Rúrik gerir næst.
Mynd: Getty Images
Rúrik Gíslason er samningslaus þessa stundina en undanfarin ár hefur hann leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann var fyrr í dag í viðtali á FM957 þar sem hann var spurður út í framtíð sína.

Sjá einnig:
Rúrik gæti hætt í fótbolta

Hann var svo til viðtals í Sportpakkanum á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar ræðir hann um samningsmálin hjá Sandhausen en hann og félagið áttu í deilum. Hann var þá spurður út í hvort kæmi til greina hjá honum að ganga í raðir félags í Pepsi Max-deildinni. Viðtalið má sjá neðst í fréttinni.

„Eru ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur," sagði Rúrik.

„Stutta sagan er að ég ákvað, í ljósi þess að við vorum beðnir um að taka á okkur launalækkun, að mínum tuttugu prósentum væri betur varið í góðgerðarmál. Mér er svo sem illa við að þurfa að taka það fram. Það fór ekki betur en svo að ég var settur í æfingabann og sendur heim með hlaupaprógram og þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt það sem eftir var tímabils."

„Þetta fór fljótlega bara í gegnum lögfræðinga og þess vegna var erfitt að tjá sig um þetta. Þeir [Talsmenn Sandhausen] voru duglegir að fara í fjölmiðla og segja að ég væri ekki í leikformi og ég væri á eftir hinum í formi, sem ég held og vona að þeir sem þekkja mig viti að svo er ekki,“
sagði Rúrik í Sportpakkanum í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner