Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 10. júlí 2025 22:22
Kári Snorrason
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Túfa var sáttur eftir leik.
Túfa var sáttur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann sannfærandi 3-0 sigur á Flora Tallinn í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Flora Tallinn

„Ég er mjög sáttur að vinna 3-0. Að vinna í fyrsta leik í Evrópukeppni er aldrei auðveld. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur, einn sá besti í sumar. Allt sem við lögðum upp með, ákefð, pressa og hreyfingar gengu mjög vel í fyrri hálfleik."

„Þeir settu mun betri pressu á okkur í seinni hálfleik og við hættum aðeins að hreyfa okkur eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við misstum aðeins stjórn á leiknum, en vörðumst vel."


Túfa fór út til Eistlands og horfði á leik með Flora Tallinn.

„Það hjálpaði meira. Að sjá leikinn í raun er mun betra en að horfa á myndbandi. Við í þjálfarateyminu leggjum okkur fram í að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir hvern einasta leik."

„Alltaf þegar það gefst tækifæri á að horfa á leiki hjá andstæðingum „live" þá geri ég það, bæði í Grænlandi og Nýja Sjálandi."


Valur hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum.

„Það er jákvæð ára yfir Val og allt sem er í kring. Þetta er það sem ég er mest ánægður með. Að sjálfsögðu viljum við vinna leiki og það er ekkert af því, en það er ákveðin stemning í klúbbnum með stuðningsmönnum. Þetta þurfum við að efla meira því það er gaman að vera Valsari."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner