Valur vann sannfærandi 3-0 sigur á Flora Tallinn í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 Flora Tallinn
„Ég er mjög sáttur að vinna 3-0. Að vinna í fyrsta leik í Evrópukeppni er aldrei auðveld. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur, einn sá besti í sumar. Allt sem við lögðum upp með, ákefð, pressa og hreyfingar gengu mjög vel í fyrri hálfleik."
„Þeir settu mun betri pressu á okkur í seinni hálfleik og við hættum aðeins að hreyfa okkur eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við misstum aðeins stjórn á leiknum, en vörðumst vel."
Túfa fór út til Eistlands og horfði á leik með Flora Tallinn.
„Það hjálpaði meira. Að sjá leikinn í raun er mun betra en að horfa á myndbandi. Við í þjálfarateyminu leggjum okkur fram í að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir hvern einasta leik."
„Alltaf þegar það gefst tækifæri á að horfa á leiki hjá andstæðingum „live" þá geri ég það, bæði í Grænlandi og Nýja Sjálandi."
Valur hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum.
„Það er jákvæð ára yfir Val og allt sem er í kring. Þetta er það sem ég er mest ánægður með. Að sjálfsögðu viljum við vinna leiki og það er ekkert af því, en það er ákveðin stemning í klúbbnum með stuðningsmönnum. Þetta þurfum við að efla meira því það er gaman að vera Valsari."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir